Dregið í undankeppni Sambandsdeildar UEFA á morgun
17.06.2024Sambandsdeild UEFA 2024/25
Á morgun, 18. júní klukkan 14:00 (16:00 CET), verður dregið í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar UEFA 2024/25. Vegna góðs gengis í Evrópukeppnum síðustu 5 ár er Breiðabliksliðið í efri styrkleikaflokki. Leikdagar umferðarinnar eru 11. og 18. júlí 2024.
Liðin úr neðri styrkleikaflokki sem geta komið upp úr pottinum sem andstæðingar okkar manna eru:
Floriana FC (MLT)
Shelbourne FC (IRL)
Atlètic Club Escalades (AND)
GKF Tikves (MKD)
Caernarfon Town FC (WAL)
Saga Blika í Evrópukeppnum
Karlalið Breiðabliks lék sinn fyrsta Evrópuleik 15. júlí 2010. Síðan þá hafa Breiðabliksmenn tekið þátt í Evrópukeppnum í 10 ár af 14 mögulegum - þar af sex síðustu ár í röð.
Þátttaka í Evrópumótum til þessa:
- Meistaradeild: 2023, 2011.
- Evrópudeild: 2023, 2020, 2019, 2016, 2013, 2010.
- Sambandsdeild: 2024, 2023, 2022, 2021.
Liðin sem Blikar hafa mætt í Evrópuleikjum:
2023 - KAA Gent, Zorya Luhansk, Maccabi Tel Aviv, FC Struga - Zrinjski Mostar, FC Copenhagen, Shamrock Rovers, Buducnost Podgorica, Tre Penne.
2022 - Istanbul Basaksehir, Buducnost Podgorica, UE Santa Coloma.
2021 - Aberdeen, Austria Wien, Racing Union.
2020 - Rosenborg.
2019 - Vaduz.
2016 - Jelgava.
2013 - Aktobe, Sturm Graz, FC Santa Coloma.
2011 - Rosenborg.
2010 - Motherwell.
Samtals 43 leikir í 18 löndum - 18 sigrar - 5 jafntefli - 20 töp.
Flestir leikir í Evrópukeppnum:
2023: Riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA. Sambandsdeild UEFA: Umspil. FC Struga. Evrópudeild UEFA. Undankeppni: 3 umf. Zrinjski Mostar. Meistaradeild UEFA. Undankeppni: 2.umf. F.C.Copenhagen. 1.umf. Shamrock Rovers. Forkeppni: undanúrslit - Tre Penne og úrslit - Buducnost Podgorica.
2022: Sambandsdeild UEFA. Undankeppni: 3.umf. Istanbul Basaksehir - 2.umf. Buducnost Podgorica - 1.umf. UE Santa Coloma.
2021: Sambandsdeild UEFA. Undankeppni: 3.umf. Aberdeen FC - 2.umf. Austria Wien - 1.umf. Racing Uion.
2013: Evrópudeild UEFA. Undankeppni: 3.umf. FC Aktobe - 2.umf. Sturm Graz - 1.umf. FC Santa Coloma.
-PÓÁ