BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

„Ef að sé og ef að mundi. Átta fætur á einum hundi.“

09.07.2020 image

Miðvikudaginn 20. júní árið 2007 fór fram leikur FH og Breiðabliks í Kaplakrika. Leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna. Að þeim leik loknum fór þáverandi þjálfari Breiðabliks og núverandi þjálfari FH, Ólafur Helgi Kristjánsson, í viðtal. Eftir að íþróttafréttamaðurinn fullyrti að Blikar hefðu getað skorað fleiri mörk mælti Óli hin ódauðlegu orð: „Ef að sé og ef að mundi, átján lappir á einum hundi“. Áttu þessi orð svo sannarlega við þegar okkar ástkæru Blikar tóku á móti sauðalituðum fimleikadrengjum úr Hafnafirði í kvöld.

image

Það er lítið hægt að kvarta yfir nýju aðstöðunni í stúkunni sem sumir kalla „Græna stofan“, en hörðustu stuðningsmenn Blika hafa kosið að kalla „House of Prince“. Þar er skírskotað til Prince nokkurs Rajcomar.

Umgjörð Breiðabliks er sífellt að verða betri og betri, á bílastæðinu við Kópavogsvöll er búið að setja upp myndir af leikmönnum karla- og kvennaliðsins við alla ljósastaura og kemur það mjög vel út. Leikmenn mæta í leiki í jakkafötum frá Suitup Reykjavík og er það að gera mikið fyrir mig sem er íhugað um ímynd Breiðabliks út á við. Ég ætlaði að fara kvarta yfir því að það væri enginn matarvagn fyrir leiki en klúbburinn hafði krók á móti bragði og var Fish & Chips vagn á svæðinu, vel gert Blikar næst er það vagn með grænmetisrétti! Það er lítið hægt að kvarta yfir nýuppsettum bar í stúkunni sem sumir kalla „Græna stofan“, en hörðustu stuðningsmenn Blika hafa kosið að kalla hann „House of Prince“. Þar er skírskotað til Prince nokkurs Rajcomar sem kom eins og stormsveipur inn í Blikaliðið árið 2007 og skoraði eitt mark í 4-3 sigri á FH það sama ár og gerði gott um betur árið 2008 og setti þá tvö gegn FH.

Arnar Björnsson og Kristján Ingi lýstu leiknum í beinni á youtube rás BlikarTV.

Stemningin á vellinum var frábær enda Big Glacier Mafia, einnig þekkt sem Kópacabana, búin að senda herútkall og ungviðurinn svarar kallinu! Mætingin var hörkufín og rúmlega 1400 manns mættu á Kópavogsvöll í kvöld.

image

Gísli Eyjólfsson tognaði á nára í síðasta leik, þó að Blikarnir í Smáranum séu oftast taldir bestir í náranum þá á það ekki við á útivöllum. Það vita allir. Kristinn Steindórsson kom inn í liðið í stað Gísla. Róbert Orri vék einnig úr byrjunarliðinu fyrir Davíð Ingvarsson.

Byrjunarlið okkar manna var á þessa vegu:

image

Ólafur Kristjánsson þjálfari Hafnfirðinga virðist hafa yngst frá því hann fór frá okkur Blikum ef maður dæmir einungis út frá klæðaburði. Fjólubláa peysan er fyrir löngu seld á uppboði og lítur Óli nú út eins og 25 ára gamall starfsmaður Húrra Reykjavíkur, glæsileg verslun og glæsilegur maður. Þó að klæðaburður Óla og mælskulist hans sé efni í bakkalár-ritgerð þá var hann andstæðingur okkar í kvöld og náði loksins í stig gegn Blikum eftir að hann kom heim úr Danmerkurævintýri sínu.

image

Fyrir leik afhenti Orri Hlöðversson snillingnum Oliver Sigurjónssyni viðurkenningy fyrir 100 mótsleiki með Breiðabliki.

Við byrjuðum leikinn nokkuð hægt og FH var ógnandi í fyrri hluta fyrri hálfleiksins. Á 22. mínútu fór Þórir Jóhann fimleikadrengur illa með Viktor Karl og renndi honum fullauðveldlega fyrir minn smekk milli Andra Yeoman og Elfars Freys þar sem Hjörtur Logi kom og skoraði fyrsta mark leiksins fyrir FH. Eftir markið virtumst við aðeins ranka við okkur og sex mínútum síðar höfðum við jafnað leikinn 1-1. Þá vann Oliver boltann á vinstri kantinum og renndi fyrir markið þar sem Mikkelsen náði lítilli snertingu á boltann og rann hann því áfram til Kidda Steindórs sem kom honum yfir línuna. Alvöru högg fyrir þá FH-inga sem höfðu löngu afskrifað Kidda og það var svo rothögg þegar Kiddi kyssti Breiðabliksmerkið ítrekað í fagnaðarlátunum. Maðurinn elskar Kópavoginn og það sér það hver sem það vill.

image

Stuttu síðar, á 33. mínútu, sendi Oliver góðann færslubolta frá hægri kantinum yfir á þann vinstri þar sem Davíð gerði vel og gaf sendingu inn í teiginn á Mikkelsen sem contraði knöttinn eins mikið í vinstri samskeytin og hægt er. Sturlað mark! Fyrrum fyrirliði Blika Kári Ársælsson og aðrir sérfræðingar telja þetta mark vera copy, paste af marki sem Alexander Söderlund gerði á Kópavogsvelli fyrir 11 árum síðan. Eftir að hafa komist yfir tókum við algerlega stjórn á leiknum og vorum líklegri til að setja annað heldur en FH að jafna. Því fór maður áhyggjulaus niður í sjoppukaffið og súkkulaði.

Síðari hálfleikur byrjaði brösuglega. Atli Guðnason jafnaði leikinn á 47. mínútu eftir að Damir var búinn að vinna boltann af Jónatan Inga og ætlaði að skýla honum út af en einhvern veginn töldu Blikar að boltinn væri farinn út af en Jónatan pikkaði honum fyrir á Atla sem skoraði auðvelt mark. Lélegt hjá okkar mönnum hvort sem boltinn var allur út af vellinum eða ekki, þetta á ekki að gerast. Damir hefði frekar átt að taka á sig hornið en að fá þetta mark í andlitið en þá kemur maður aftur að „ef að sé og ef að mundi…“. Vörnin sýndi ekki sínar bestu hliðar fyrir framan okkar eigið mark í kvöld en Elfar Lucio Helgason sýndi svo sannarlega sýnar bestu hliðar þegar hann sendi tvo FH-inga suður í Hafnafjarðarhöfn með einni hreyfingu og renndi boltanum inn fyrir á Binna Pöndu sem átti gott skot sem Gunnar í marki FH varði en Mikkelsen fylgdi vel á eftir.

image

Elfar Lucio Helgason sýndi svo sannarlega sýnar bestu hliðar þegar hann sendi tvo FH-inga suður í Hafnafjarðarhöfn með einni hreyfingu og renndi boltanum inn fyrir á Binna Pöndu

Staðan orðin 3-2 og maður gerði sér vonir um að nú skyldum við telja stigin þrjú í okkar poka. Við vorum þó nokkuð óstöðugir eftir að hafa komist yfir í annað skiptið. Anton Ari varði til dæmis mjög vel frá Birni Daníel sem var í fínu færi stuttu eftir að við náðum yfirhöndinni aftur, það var lítið hægt að setja út á Anton í kvöld hann var mjög flottur og leysti yfirleitt mjög vel úr hápressu FH-liðsins með flottum boltum á Davíð, Andra eða Oliver. Á 66. mínútu fengu sauðalitaðir svo vítaspyrnu, en þeir höfðu þá verið í stórsókn sem endaði með hörkuskoti sem Damir komst fyrir og ætlaði að tækla frákastið í burtu en Þórir Jóhann var þá mættur og hoppaði hæð sína og lenti flatmaga þannig að dómarinn myndi örugglega dæma víti, sem hann og gerði. Lennon skoraði úr vítinu og staðan orðin 3-3 en nægur tími til að setja eitt til viðbótar.

image

Við fengum færin og stöðurnar til að reka smiðshöggið. Binni Panda átti gott skot á 85. mínútu sem var varið í horn og þremur mínútum síðar komst Thomas Mikkelsen einn í gegn, en þó í þröngri stöðu, og átti hörkuskot sem Gunnar varði vel. Thomas hefði átt að skora þarna.

image

Markaskorar kvöldsins Thomas Mikkelsen og Kristinn Steindórsson

Blikar áttu að fá víti í uppbótartíma þegar að Alexander Helgi, sem kom inn af bekknum í fyrsta skipti í sumar, sendi góða fyrirgjöf sem fór af FH-ingi og þaðan augljóslega í hendina á liðsfélaga hans sem rændi fínu marktækifæri af Blikum. Þarna hefði Ívar Orri átt að dæma víti, en kemur maður aftur að „ef að sé og ef að mundi, átján lappir á einum hundi“ eins og Óli sagði um árið. 1-1 jafntefli urðu lokatölur leiksins og við verðum að virða stigið.

image

Alexander Helgi Sigurðarson kom inn af bekknum í fyrsta skipti í sumar.

Næsti leikur er enn stærri en þessi þegar Óskar Hrafn ferð með lærisveina sína á sinn gamla heimavöll við Frostaskjól og mætir íslandsmeisturum KR. Þar vil ég sjá Big Glacier Mafia með blys og læti á meðan þeir grænu taka öll stigin heim í Kópavoginn.

Sjáumst í Frostaskjóli næsta mánudag.

Freyr Snorrason

Myndaveisla í boði Helga Viðars hjá BlikarTV

image

Til baka