BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

“Eitt fyrir klúbbinn” Hr. Hnetusmjör gefur út nýtt Blikalag!

05.06.2020 image

Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör, sem er bæjarlistamaður Kópavogs 2020, hefur gefið út nýtt stuðningsmannalag fyrir Breiðablik. Lagið ber heitið 'Eitt fyrir klúbbinn'.

Eins og gefur að skilja þá er þetta grípandi rapplag í anda listamannsins. Við hvetjum alla Blika til að nálgast lagið á Spotify eða hlusta á það á öðrum miðlum.

Herra Hnetusmjör hefur ekki farið leynt með stolt sitt af því að vera Kópavogsbúi og borið hróður bæjarins víða allt frá því að hann hóf að starfa sem tónlistarmaður árið 2014. Í textum hans er Kópavogur alltaf í forgrunni og hefur verið frá upphafi.

Um þessar mundir nýtur Herra Hnetusmjör sín í föðurhlutverkinu ásamt því að vinna hörðum höndum að næstu plötu sem ætti að líta dagsins ljós fyrir árslok,“

image

Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör er bæjarlistamaður Kópavogs 2020, á 65 ára afmæli Kópavogsbæjar.

image

Til baka