BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ekkert án sjálfboðaliðanna!

06.07.2024 image

Breiðablik er svo heppið að eiga fjölmarga sjálfboðaliða og fyrirtæki sem eru boðin og búin að aðstoða félagið í smáu og stóru.

Dæmi um nýleg velheppnuð sjálfboðaliðsverkefni er pallurinn fyrir utan Grænu stofuna á Kópavogsvelli og hinn nýi og fagurgræni söluskúr sem er kominn á Blikasvæðið.

Hamhleypan Jón Sigurður Garðarsson smíðaði pallinn fyrir utan Grænu stofuna árið 2020 og fékk Breiðablik allt efni í pallinn frá BYKO á mjög góðu verði. Þessi pallur hefur heldur betur nýst vel undanfarin ár en hann var aðeins farinn að veðrast eftir mikla notkun.

StórBlikarnir Pétur Ómar Ágústsson og Þór Hreiðarsson tóku sig þvi til í sumar og báru á hann þannig að hann lítur út eins og nýr. Stórvinir okkar hjá Málningu studdu heldur betur við það verk og gáfu allt efni og verkfæri til að gera pallinn svona glæsilegan. Litir eru Skuggi á hliðum og Veðurgrátt á gólfi.

Síðan hefur hinn nýi fagurgræni söluskúr knattspyrnudeildar vakið athygli. Knattspyrnudeildin fékk skúrinn án endugjalds frá góðum stuðningsaðila og það voru þeir feðgar Jens Elí Gunnarsson smiður og Gunnar Einarsson húsasmíðameistari sem innréttuðu skúrinn í sjálfboðavinnu. Málning gaf síðan viðarvörn og alla málningu og verkfæri til að hægt væri að mála skúrinn í grænum og hvítum Blikalitum. 

Í það verk mættu góðir Blikar, feðgarnir Andrés Pétursson og Pétur Andrésson, Pétur Ómar Ágústsson, Ra Ali og old-boys maðurinn Þórarinn Friðriksson (Tóti).

Til að toppa verkið skar Máni Sveinn Þorsteinsson út merkingar í Fab-lab þannig að skúrinn er vel merktur Blikabúðin sem Sverrir Davíð Hauksson og Andrés Pétursson sáum um að koma upp í upphafi.

Á þessu sannast að Breiðablik er eitt ríkasta félag landsins þegar kemur að sjálfboðaliðum og fyrirtækjum sem eru tilbúin að styðja við hið fjölbreytta starf sem félagið stendur fyrir.

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

 

Það náðust nokkrar action myndir

Til baka