BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Elfar Árni orðinn leikmaður Breiðabliks

26.11.2011

Elfar Árni Aðalsteinsson er genginn í raðir Breiðabliks. Elfar Árni hefur æft með Blikum í haust en hann hefur einnig æft með KR-ingum undanfarna daga. Fleiri félög í Pepsi-deildinni og fyrstu deildinni sýndu Elfari Árna áhuga en hann ákvað að skrifa undir 3 ára samning við Breiðablik. Elfar Árni skoraði þrettán mörk í 22 leikjum í annarri deildinni í sumar en hann lék bæði frammi hjá Völsungi sem og framarlega á miðjunni.  Samtals hefur Elfar Árni skorað 39 mörk með Völsungi síðan hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2006.

Við bjóðum Elfar Árna að sjálfsögðu velkominn í Kópavoginn!

Áfram Breiðablik!

Til baka