BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Elfar Freyr framlengir

05.10.2018

Miðvörðurinn sterki Elfar Freyr Helgason hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Elfar Freyr sem er 29 ára gamall hefur spilað 232 mótsleiki með meistaraflokki Breiðabliks og skorað í þeim 10 mörk.  Hann lék um tíma erlendis með AEK í Grikklandi og Stabæk í Noregi.  Elfar Freyr á þar að auki að baki 6 leiki með U-21 árs liði Ísland og einn A-landsleik.

Það þarf vart að taka fram hve þessi áfangi er mikilvægur fyrir Blikaliðið. Elfar Freyr er geysilega vinnusamur og sterkur miðvörður sem gefur alltaf 110% í alla leiki.

Elfar missti af nokkrum leikjum í sumar vegna axlarmeiðsla sem hann hlaut í Grindavík í byrjun júní en hann var fljótur að ná sér og spilaði lokaleiki mótsins.

Blikar fagna þessum tíðindum og vona að þetta verði upphafið að nýjum bikarkafla í sögu Blikaliðsins enda var Elfar Freyr lykilmaður í Bikarmeistaraliði Blika árið 2009 og Íslandsmeistaraliðinu 2010.

Til baka