Elfar Freyr kveður Breiðablik!
02.12.2022Grafík: Halldór Halldórsson
Breiðablik og Valur hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Elfars yfir í Val.
Varnarmaðurinn knái lék 302 leiki fyrir Breiðablik og skoraði í þeim 11 mörk. Hann kveður félagið sem Íslandsmeistari og vill félagið þakka honum fyrir frábæra þjónustu undanfarin ár og óskar honum velfarnaðar hjá nýju félagi.
Takk fyrir okkur Elli.