BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Elfar Freyr skrifar undir hjá Blikum

31.07.2013

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að Elfar Freyr Helgason hefur skrifað undir nýjan 2 ára samning við Blikaliðið í knattspyrnu.

Elfar Freyr hefur undanfarin ár spilað sem atvinnumaður í Grikklandi, Noregi og Danmörku. 

Það þarf vart að taka fram hve mikil styrking þetta er fyrir Blikaliðið. Elfar, sem er uppalinn Bliki, varð bikarmeistari með Blikaliðinu árið 2009 og Íslandsmeistari árið 2010.

Elfar hefur spilað 78 leiki með meistaraflokki Breiðabliks og skorað 5 mörk,  sex leiki með U-21 árs liði Íslands og þar að auki einn landsleik með A-landsliði Íslands.

Elfar var eftirsóttur af íslenskum liðum en ákvað að snúa aftur í græna búninginn.

Það er ljóst að endurkoma hans er gríðarlegur styrkur fyrir baráttu Blikaliðsins á öllum þeim vígstöðvum sem liðið er að berjast um þessar mundir.

Áfram Breiðablik!

-AP

Til baka