BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Elvar Páll Sigurðsson semur til þriggja ára

21.01.2014

Elvar Páll, sem er á 23ja aldursári, er uppalinn Bliki og hefur leikið með öllum yngri flokkum félagsins. Á síðustu leiktíð var hann á lánssamningi hjá Tindastól á fyrri hluta tímabilsins og sló í gegn í fyrstu deildinni. á síðari hluta sumarsins lék hann þrjá leiki með meistaraflokki Breiðabliks áður en hann hélt út til náms í Bandarikjunum.

Hann hefur nú lokið námi sínu þar og er alkominn heim.

Knattspyrnudeild Breðablik er mjög ánægð með að hafa tryggt sér starfskrafta Elvars Páls á knattspyrnuvellinum næstu þrjú árin hið minnsta.

Til baka