BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Evrópudeild UEFA 2025/26: Zrinjski Mostar - Breiðablik 7. ágúst kl.18:00!

05.08.2025 image

Leikurinn við Zrinjski verður 52. viðureign Breiðabliksliðsins í Evrópukeppnum frá fyrsta Evrópuleiknum Fir Park í Skotlandi í júlí 2010. Á þeim þeim 15 árum sem eru liðin hefur Blikaliðið spilað 51 leiki í Evrópukeppnum UEFA við lið frá 27 löndum. Ekkert íslenskt knattspyrnulið hefur spilað jafn marga UEFA leiki  og Breiðablik á þessu 15 ára tímabili. 

Fyrri viðureignir gegn Zrinjski

Innbyrðis viðureignir Zrinjski Mostar og Breiðabliks í Evrópukeppnum eru tvær. Liðin mættust árið 2023 þegar Blikaliðið tók þátt í 3. umferð umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA og mætti þar Zrinjski frá Mostar í Bosníu-Hersegóvínu. Fyrri leikurinn í Bosníu-Hersegóvínu lauk með sigri Zrinjski  6:2. Seinni leikurinn var á Kópavogsvelli og lauk með 1:0 sigri okkar manna. Zrinjiski vann einvígið samanlagt 6:3 en Breiðabliksliðið fór í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA og mætti þar liði FC Struga frá N. Makedóníu í tveimur umspilsleikjum. Fyrri leikinn gegn FC Struga, sem leikinn var á Biljanini Izvori vellinum í Ohrid í N. Makedóníu 24. ágúst, vann Breiðablik  0:1. Seinni leikurinn fór fram á Kópavogsvelli viku síðar. Sá leikur vannst einnig 1:0 og Breiðablik þar með búið að trygga sér sæti í riðlakeppni UEFA - fyrst íslenskra karlaliða. 

Búið að draga í umspil Evrópu- og Sambandsdeildar UEFA

Blikar fara til Sviss eða Hollands ef sigur vinnst í einvíginu gegn Zrinjski en til Moldóvu eða San Marínó ef ekki. Andstæðingur í Sviss er sigurvegari í einvígi Servette frá Sviss og Utrecht frá Hollandi. Ef hinsvegar Blikaliðið tapar einvíginu gegn Zrinjski förum við í umspil um sæti í Sambandsdeild UEFA, gegn tapliðinu úr einvígi Milsami frá Moldóvu og Virtus frá San Marino.

Evrópudeild UEFA 2025/26

image

Bosníumeistarar Zrinjski 2025

Um andstæðinginn

HŠK Zrinjski er atvinnuknattspyrnufélag með aðsetur í Mostar í Bosníu-Hersegóvínu. Félagið leikur í úrvalsdeildinni þar í landi og hefur verið eitt af bestu liðum landsins enda unnið marga meistaratitla undanfarin ár.

Félagið spilar heimaleiki sína á Stadium of HŠK Zrinjski. Stuðningsmannaklúbbur  Zrinjski heitir Ultras Mostar og var stofnaður árið 1994.

Félagið var stofnað árið 1905 og er elsta knattspyrnufélagið í Bosníu-Hersegóvínu. Eftir seinni heimsstyrjöldina voru öll félög sem höfðu tekið þátt í króatísku deildinni á stríðstímum bönnuð í Júgóslavíu, Zrinjski var einn af þeim. Bannið stóð frá 1945 til 1992.

Eftir sjálfstæði Bosníu-Hersegóvínu voru gerðar umbætur á félaginu. Zrinjski Mostar lék í 1. deildinni til ársins 2000. Eftir það lék liðið í úrvalsdeildinni og vann sinn fyrsta titil þar árið 2005.

Frægasti leikmaður sem hefur spilað í Zrinjski treyju er án nokkurs vafa króatíski miðjumaðurinn Luka Modrić. Hann skrifaði undir sinn fyrsta samning 18 ára gamall, hjá Dinamo Zagreb, en eyddi fyrsta tímabili sínu á láni hjá Zrinjski. Þrátt fyrir ungan aldur spilaði hann 22 deildarleiki tímabilið 2003-04, skoraði átta mörk og sýndi að hann ætti bjarta framtíð fyrir sér.

Árangur Zrinjski í Evrópukeppnum

Liðið tók fyrst þátt í Evrópukeppni árið 2000 í UEFA Intertoto Cup. Leikir liðsins í Evrópukeppnum síðan eru:

Evrópusaga Breiðabliks

image

Íslandsmeistarar Breiðabliks 2024

Karlalið Breiðabliks hefur spilað 51 Evrópuleiki frá 2010 til 2025 og mætt yfir 30 mismunandi liðum frá Evrópu. Þeir hafa tekið þátt í öllum helstu Evrópukeppnum UEFA keppnum: Meistaradeild, Evrópudeild og Sambandsdeild.

Fyrsti Evrópuleikur liðsins var gegn Motherwell í Skotlandi 15. júlí 2010. Síðan þá hefur Breiðablik tekið þátt í Evrópukeppnum í 11 ár af 16 mögulegum - þar af 7 ár í röð. 

Leikurinn við Zrinjski á fimmtudaginn verður 52. Evrópuleikur karlaliðs Breiðabliks frá upphafi. Þátttaka í Evrópumótum:

- Meistaradeild: 2025, 2023, 2011.

- Evrópudeild: 2025, 2023, 2020, 2019, 2016, 2013, 2010.

- Sambandsdeild: 2024, 2023, 2022, 2021.

Andstæðingar Blika í Evrópukeppnum frá upphafi:

2025 – Zrinjski, Lech Poznan, FK Egnatia.

2024 - Drita - Tikvesh.

2023 - KAA Gent, Zorya Luhansk, Maccabi Tel Aviv, FC Struga - Zrinjski Mostar, FC Copenhagen, Shamrock Rovers, Buducnost Podgorica, Tre Penne.

2022 - Istanbul Basaksehir, Buducnost Podgorica, UE Santa Coloma.

2021 - Aberdeen, Austria Wien, Racing Union.

2020 - Rosenborg.

2019 - Vaduz.

2016 - Jelgava.

2013 - Aktobe, Sturm Graz, FC Santa Coloma.

2011 - Rosenborg.

2010 - Motherwell.

Samtals 51 leikir við lið frá 27 löndum. 

EvrópuBlikar

Þrír leikmenn í núverandi leikmannahópi tóku þátt í fyrsta Evrópuleik karlaliðs Breiðabliks fyrir 15 árum. Þetta eru leikmennirnir Andri Rafn Yeoman, Kristinn Steindórsson og Kristinn Jónsson.

Höskuldur Gunnlaugsson hefur verið duglegar að skora mörk í Evrópuleikjum, er með 11 mök, en markahrókurinn Kristinn Steindórsson var fyrstur núverandi leikmanna að skora mark fyrir blikaliðið í Evrópukeppni þegar hann skoraði seinna markið í 2:0 sigri á Rosenborg í undankeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli 20. júlí 2011. 

Dagskrá

Flautað verður til leiks á fimmtudag á Stadium HŠK Zrinjski í Mostar kl.18:00 að íslenskum tíma (kl.20:00 að staðartíma í Bosníu).

Leikurinn verður sýndur á Sýn Sport.

Dómarar eru frá Albaníu. Aðaldómari er Enea Jorgji. Aðstoðardómarar eru: Denis Rexha og Ridiger Çokaj. Fjórði dómari: Olsid Ferataj. Englendingur og albani manna myndbandsherbergið: Stuart Attwell og Albert Doda.

Bein textalýsing UEFA

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

PÓÁ

@breidablikfc

Bosnía sem bíður ????????????

♬ NOKIA - Drake

image

Til baka