Eyjólfur Héðinsson nýr aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu
15.10.2023
Tilkynning frá knattspyrnudeild:
Eyjólfur Héðinsson, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Eyjólfur hefur starfað hjá Breiðabliki síðan 2022 sem þjálfari með sérstaka áherslu á unga leikmenn sem eru að byrja að æfa með meistaraflokki og verið mikilvægur hluti af þjálfarateymi meistaraflokks.
Áður en Eyjólfur kom til starfa hjá Breiðabliki þá spilaði hann 150 leiki í efstu deild á Íslandi, lengst af með Stjörnunni, en hann hefur einnig spilað með ÍR, Fylki, GAIS í Svíþjóð og SönderjyskE og FC Midtjylland í Danmörku.
Knattspyrnudeild Breiðabliks býður Eyjólf velkominn til starfa í nýju hlutverki hjá félaginu okkar.