BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Fáheyrðir yfirburðir

18.11.2017

Blikar unnu ótrúlega stóran sigur á Víkingum 8:1 í fyrsta leiknum á Bose-mótinu í knattspyrnu. Það var einungis fyrstu mínúturnar sem jafnræði var með liðunum. Eftir að Gísli Eyjólfsson kom okkur yfir með góðu marki á 18. mínútu eftir varnarmistök þeirra röndóttu þá stóð eiginlega ekki steinn yfir steini hjá Fossvogsliðinu. 

Mörkin urðu að lokum átta og svo gáfum við gestunum eitt mark svona í sárauppbót. 

Blikaliðið virkaði ferskt og afslappað í leiknum. Boltinn var látinn ganga hratt manna á millum og áttu Fossvogsdrengirnr ekkert svar við sambabolta okkar pilta. 

Ágúst tefldi fram nokkuð reyndu liði í byrjun en það sama gerðu Víkingarnir. En það skipti engu máli hver kom inn hjá Blikum; gæði leiksins duttu ekkert niður.

Allir leikmenn Blika fengu að spreyta sig og stóðu menn sig mjög vel. 

Áður en yfir lauk hafði Willum sett þrennu, Gísli gerði tvö og Aron Bjarna, Páll Olgeir og Kolbeinn eitt hver. Mark Kolbeins beint úr aukaspyrnu var einkar glæsilegt.

Í heildina er hægt að hrósa öllu Blikaliðinu fyrir flottan leik.

Allt annað var að sjá til liðsins en í flestum leikjum síðasta sumars.

Gamla góða leikgleðin virðist vera mætt í Kópavoginn og verður gaman að fylgjast með liðinu í áframhaldinu. 

En það verður að tuða pínulítið varðandi umgjörð leiksins. Við erum það stór klúbbur að við eigum að vera með klukku og stöðuna uppi við þannig að áhorfendur geti fylgst með gangi leiksins.  Einnig hlýtur að vera hægt að hafa allar perurnar í lagi í keppnislýsingunni. Eigum við stuðningsmenn ekki að sameinast í  þeirri ósk að þetta verði jólagjöf félagsins til okkar áhorfenda þannig að þetta verði komið í lag eftir áramótin!

-AP

Mark Kolbeins var einkar glæsilegt

Öll mörkin í leiknum í boði Sport TV

Upptaka Sport TV frá leiknum

Myndaveisla í boði Fótbolta.net

 

 

Til baka