Fimm Blikar í U19 ára landsliðinu voru saman í bekk í grunnskóla
06.03.2014U19 ára landslið karla lék í dag síðari vináttulandsleikinn við Svíþjóð en strákarnir í U19 unnu báða leikina. Fyrri leikinn á þriðjudag vann Ísland 3-0 en í dag vann liðið 2-0 sigur þar sem Svíar fengu tvö rauð spjöld.Ætla má að um einstakt atvik sé að ræða í U19 en þar má finna fimm leikmenn sem allir voru saman í bekk í grunnskóla.
Drengirnir fimm voru alilr saman í Smáraskóla í Kópavogi og spiluðu saman í Breiðablik. Allir eru þeir fæddir árið 1995 en um er að ræða Olivier Sigurjónsson leikmann AGF, Gunnlaug Hlyn Birgisson hjá Club Brugge, Adam Arnarsson hjá NEC í Hollandi, Ósvald Jarl Traustaston leikmann Fram og Davíð Kristján Ólafssson leikmann Breiðabliks en Davíð var að spila sína fyrstu landsleiki.
Frétt birt með góðfúslegu leyfi 433.is
Áfram Breiðablik!