Fimm ungir skrifa undir hjá Blikum
02.02.2023Undanfarnarið hefur knattspyrnudeildin verið að kynna samninga við þessa fimm ungu og efnilegu leikmenn - framtíðina okkar!:
Dagur Fjeldsted gerir nýjan samning!
Vængmaðurinn knái Dagur Örn Fjeldsted hefur samið til næstu þriggja ára við knattspyrnudeild Breiðabliks.
Dagur er fæddur árið 2005 og hefur vakið athygli á vellinum undanfarin misseri.
Hann er æfingahópi meistaraflokksins um þessar mundir og við erum spennt að sjá hann vaxa áfram í náinni framtíð.
Til hamingju Dagur!
Dagur Örn Fjeldsted. Mynd: Breiðablik
Ásgeir Helgi framlengir!
Ásgeir Helgi Orrason hefur undirritað nýjan samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.
Ásgeir er miðvörður sem verður 18 ára á árinu og hefur undanfarið komið inn í æfingahóp meistaraflokksins.
Við fylgjumst vel með Ásgeiri á komandi tímabili í grænu treyjunni!
Til hamingju Ásgeir!
Ásgeir Helgi Orrason. Mynd: Breiðablik
Viktor Elmar framlengir!
Vinstri bakvörðurinn Viktor Elmar Gautason hefur gert nýjan samning við knattspyrnudeild Breiðabliks til næstu þriggja ára.
Viktor verður tvítugur á þessu ári en hann lék fimm leiki í deild og bikar með meistaraflokki Breiðabliks á seinasta tímabili.
Við óskum Viktori innilega til hamingju með nýja samninginn og hlökkum til að sjá hann á vellinum í sumar!
Viktor Elmar Gautason. Mynd: Breiðablik
Tómas Orri gerir nýjan samning!
Tómas Orri Róbertsson hefur undirritað nýjan samning við knattspyrnudeild Breiðabliks til ársins 2025.
Tómas er fæddur árið 2004 og er efnilegur miðjumaður.
Hann hefur undanfarnar vikur stigið inn í hóp meistaraflokks og við erum spennt að sjá hann stíga næstu skref á vellinum!
Til hamingju Tómas Orri!
Tómas Orri Róbertsson. Mynd: Breiðablik
Arnar Númi semur til 2025!
Arnar Númi Gíslason og knattspyrnudeild Breiðabliks hafa gert nýjan samning til næstu þriggja ára.
Arnar Númi er vinstri bakvörður fæddur árið 2004 en hann lék á seinasta tímabili með Fjölni í Lengjudeildinni þar sem hann spilaði 21 leik í deild og bikar.
Það er ánægjulegt að sjá hann aftur í grænu.
Til hamingju Arnar Númi!
Arnar Númi Gíslason. Mynd: Breiðablik