Ungir leikmenn skrifa undir hjá Blikum
13.01.2021Næsta kynslóð efnilegra Blika er farinn að banka á dyr meistaraflokksins. Til að tryggja þjónustu þeirra næstu árin hefur knattspyrnudeildin gert samning við nokkurra þessara leikmanna. Það verður spennandi að sjá hverjir þessara drengja fái tækifæri næstu misserin en það er greinilegt að framtíðin er áfram björt hjá deildinni okkar:
Tómas Orri Róbertsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks sem gildir út keppnistímabilið 2023. Hann verður 17 ára í apríl. Tómas Orri leikur oftast sem miðjumaður og er efni í leiðtoga. Hann býr yfir góðri tækni og miklum leikskilning. Tómas Orri hefur verið í öllum úrtakshópum fyrir U16 landslið Íslands en vegna heimsfaraldurs þá hafa engir landsleikir í þeim aldursflokki farið fram. Það verður spennandi að fylgjast með þessum efnilega leikmanni halda áfram að þróa sinn leik. Við óskum Tómasi Orra til hamingju með samninginn.
Tómas Orri Róbertsson
Kári Vilberg Atlason hefur skrifað undir samning við Breiðablik út keppnistímabilið 2023. Kári Vilberg varð 16 ára í ágúst. Kári er skapandi sóknarsinnaður miðjumaður sem bæði leggur upp mikið af mörkum og skorar reglulega. Kári hefur farið á reynslu til FC Nordsjælland þar sem hann stóð sig vel. Þá hefur Kári verið í öllum úrtakshópum fyrir U16 landslið Íslands en vegna heimsfaraldurs þá hafa engir landsleikir í þeim aldursflokki farið fram. Það verður spennandi að fylgjast með þessum efnilega leikmanni halda áfram að þróa sinn leik. Við óskum Kára til hamingju með samninginn.
Kári Vilberg Atlason
Birkir Jakob Jónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Birkir Jakob kemur til Breiðabliks frá Fylki en hann verður 16 ára gamall í júní. Birkir Jakob er stór og sterkur framherji og hefur verið iðinn við markaskorun í yngri flokkum. Birkir Jakob fór á reynslu til norska liðsins Molde í haust og stóð sig vel. Hann hefur þegar leikið þrjá landsleiki fyrir yngri landslið Íslands. Við bjóðum Birki Jakob hjartanlega velkominn í Breiðablik og hlökkum til að fylgjast með þessum efnilega leikmanni í framtíðinni.
Birkir Jakob Jónsson
Tómas Bjarki Jónsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðablik sem gildir út keppnistímabilið 2023. Tómas Bjarki varð 17 ára í september. Tómas Bjarki er baráttuglaður leikmaður sem leikur oftast á miðjunni og hefur gott auga fyrir spili. Tómas Bjarki hefur þegar leikið þrjá landsleiki fyrir yngri landslið Íslands. Það verður spennandi að fylgjast með þessum efnilega leikmanni halda áfram að þróa sinn leik, til hamingju með samninginn Tómas Bjarki.
Tómas Bjarki Jónsson
Viktor Elmar Gautason hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks sem gildir út keppnistímabilið 2023. Viktor Elmar varð 17 ára í október. Hann er leikinn og skapandi leikmaður sem spilar oftast á kanti eða framarlega á miðju. Viktor Elmar hefur reglulega verið á úrtaksæfingum fyrir yngri landslið Íslands. Við óskum Viktori til hamingju með samninginn og hlökkum til að fylgjast með þessum efnilega leikmanni halda áfram að vaxa og dafna.
Viktor Elmar Gautason
Torfi Geir Halldórsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Torfi Geir kemur til Breiðabliks frá Val en hann varð 17 ára í janúar. Torfi Geir er hávaxinn markvörður og er sterkur á milli stanganna. Torfi Geir hefur þegar leikið einn U17 landsleik fyrir Íslands hönd. Þá hefur hann farið á reynslu til FC Midtjylland í Danmörku þar sem hann stóð sig vel. Við hlökkum til að fylgjast með þessum efnilega markverði halda áfram að þróa sinn leik. Við bjóðum Torfa Geir hjartanlega velkominn til Breiðabliks.
Torfi Geir Halldórsson
Áfram Breiðablik, alltaf, alls staðar!