BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Undanúrslit forkeppni Meistaradeildar UEFA 2023/24: Tre Penne - Breiðablik

24.06.2023 image

Fyrirkomulag forkeppninnar

Þegar dregið var í forkeppni Meistaradeildar UEFA 2023/24 í Nyon 13. júní kom liðið Tre Penne frá San Marínó upp úr pottinum sem andstæðingur okkar manna í undanúrslitum forkeppninnar á Kópavogsvelli. Leikurinn er túlkaður sem heimaleikur gestanna. Flautað verður til leiks gegn Tre Penne á þriðjudaginn kl. 19:00!

UEFA Champions League qualifying explained: how it works

Hinn undanúrslitaleikur keppninnar, er á milli Budućnost Podgorica og Atlètic Club d'Escaldes, og verður á Kópavogsvelli sama dag kl.13:00!

Sigurvegarar leikjanna 27. júní leika svo til úrslita í forkeppninni á Kópavogsvelli föstudaginn 30. júní kl.19:00!

Sigurvegari úrslitaleiksins tryggir sér sæti í fyrstu umferð undankeppni Meistardeildarinnar og mætir liði Shamrock Rovers Írlandi 11/12 og 18/19 júlí.

Annað sætið gefur sæti forkeppninnar tekur þátt í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar 23. júlí og 3. ágúst 2023.

Um andstæðinginn

Tre Penne er knattspyrnufélag frá San Marínó. Nafn félagsins þýðir „Þrír Tindar“. Saga liðsins nær aftur til 1926 en klúbburinn í núverandi mynd var stofnaður árið 1956 og leikur nú í Girone B í Campionato Sammarinese di Calcio. Til fróðleiks þá sendi Breiðablik knattspyrnulið fyrst til keppni árið 1957.

Þann 9. júlí 2013 varð Tre Penne fyrsta liðið frá San Marínó til að vinna leik í Evrópukeppni með 1:0 sigri á Shirak í seinni leik liðanna  í undankeppni Meistaradeildar UEFA 2013/14.

Árangur: Campionato Sammarinese di Calcio: 5. Coppa Titano: 6. San Marínó Sambandsbikar: 1. Super Coppa Sammarinese: 3.

Þátttaka Tre Penne í Evrópukeppnum: Liðið tók fyrst þátt árið 2010: Meistaradeildin 7 leikir. Evrópudeild 9 leikir. Sambandsdeild 4 leikir. Samtals 20 leikir. Einn sigur og 19 töp. 

Heimasíða Tre Penne

Um Tre Penne á Wikipedia

image

Meistarar!

Saga Blika í Evrópukeppnum

Breiðabliksliðið tekur nú þátt í Evrópukeppni fimmta árið í röð. Leikurinn við Tre Penne á Kópavogsvelli á þriðjudaginn verður 28. Evrópuleikur Blikaliðsins frá upphafi - 2010. Á þeim tíma sem liðinn er síðan hefur félagið verið þátttakandi í Evrópukeppnum í 9 ár af 13 mögulegum - skipting mill Evrópumóta er þessi: 

Meistardeild: 2023, 2011. Evrópudeild: 2021, 2020, 2019, 2016, 2013, 2010. Sambandsdeild: 2022.

Liðin sem Blikar hafa mætt í Evrópukeppnum:

2022 - Istanbul Basaksehir, Buducnost Podgorica, UE Santa Coloma

2021 - Aberdeen, Racing Union, Austria Wien

2020 - Rosenborg

2019 - Vaduz

2016 - Jelgava

2013 - Aktobe, Sturm Graz, FC Santa Coloma

2011 - Rosenborg

2010 - Motherwell

Samtals 27 leikir í 10 löndum - 10 sigrar, 5 jafntefli, 12 töp.

Besti árangur til þessa í Evrópukeppnum:

2022: Sambandsdeild UEFA. Undankeppni: 3.umf. Istanbul Basaksehir - 2.umf. Buducnost Podgorica - 1.umf. UE Santa Coloma.

2021: Sambandsdeild UEFA. Undankeppni: 3.umf. Aberdeen FC - 2.umf. Austria Wien - 1.umf. Racing Uion.

2013: Evrópudeild UEFA. Undankeppni: 3.umf. FC Aktobe - 2.umf. Sturm Graz - 1.umf. FC Santa Coloma.

image

Meistarar!

Dagskrá

Tre Penne frá San Marínó og Breiðablik mætast á Kópavogsvelli í forkeppni Meistaradeildar UEFA 2023/24 þriðjudaginn 27. júní kl. 19:00!

Miðasala verður á Stubbur app: Stubbur

Af gefnu tilefni bendum við á að árskort og aðrir miðar gildi ekki.

Græna stofan verður opin fyrir leik, börger á grilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni.

Blikaklúbburinn kynnir og selur nýju Evróputreyjuna 2023. Takmarkað magn af treyjum og treflum. Fyrstur kemur fyrstur fær.

Hlið vallarins opna kl.17:30! Minnum á að mæta tímanlega því skanna þarf alla miða við hliðin

Slóð í beina textalýsingu UEFA frá leiknum 

Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá stuðningsmenn sem ekki eiga heimangengt. Útsending hefst kl.18:50!

Dómarar eru frá Danmörku: Mads-Kristoffer Kristoffersen. Aðstoðardómarar: Ole Kronlykke og Martin Markus. Fjórði dómari: Lasse Læbel Graagaard. Myndbandsherbergi: Jeroen Manschot og Clay Ruperti frá Hollandi. 

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

image

image

Grafík: Halldór Halldórsson

Til baka