Fréttatilkynning
22.11.2013Kristinn Jónsson, leikmaður Breiðabliks fer á sunnudaginn til æfinga hjá Brommapojkarna í Svíþjóð.
Kristinn sem er 23 ára gamall og leikur í stöðu vinstri bakvarðar mun eins og áður sagði fara til Svíþjóðar sunnudaginn 24. nóvember og verður við æfingar hjá sænska félaginu fram til miðvikudagsins 27. nóvember.
Knattspyrnudeild Breiðabliks