Gísli Eyjólfsson framlengir
12.06.2020Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að miðjumaðurinn öflugi, Gísli Eyjólfsson, hefur framlengt samning sinn við knattspyrndeild Breiðablik út árið 2022.
Gísli sem er 26 ára gamall hefur leikið 124 leiki fyrir meistaraflokk og skorað í þeim 30 mörk.
Þetta eru frábær tíðindi enda er Gísli mikilvægur hlekkur í Blikaliðinu.
Gísli hefur verið að leika afar vel í síðustu undirbúningsleikjum og verður spennandi að sjá hann á vellinum í sumar.
Til hamingju Gísli og allir Blikar
Gísli Eyjólfs og Óskar Hrafn handsala nýja samninginn.