Gott jafntefli gegn Köln
23.03.2024Blikar náðu 2:2 jafntefli gegn öflugu Bundesliguliði FC Köln frá Þýskalandi í æfingaleik á Spáni í gær. Mörk okkar drengja settu Kristinn Steindórsson í fyrri hálfleik og Norðmaðurinn marksækni Benjamin Stokke jafnaði leikinn í síðari hálfleik með sínu fyrsta marki í græna búningnum.
Blikaliðið spilaði vel í þessum leik og lofar spilamennska liðsins góðu fyrir áframhaldið. Við áttum reyndar aðeins í smá erfiðleikum með uppspilið til að byrja með en smám saman kom meira sjálfstraust í liðið og við áttum nokkra góða spilakafla í leiknum. Markið sem Kiddi gerði kom til dæmis eftir prýðisspilkafla og kláraði Kiddi færið á mjög snyrtilegan hátt.
Markið hjá Benjamin lofar einnig góðu. Framherjinn er góður í teignum og lúrði hann vel á stönginni fjær og setti knöttinn í netið eftir fína sendingu frá hægri. Megi hann gera mörg svona ljót mörk í sumar!
Næsta verkefni Blikaliðsins er úrslitaleikur í Lengjubikarnum. Það er á Kópavogsvelli á miðvikudaginn kl 19:15 gegn ÍA. Veðurspáin er nokkuð góð og má því búast við töluverðum fjölda á leikinn. Það ætla auðvitað allir sannir Blikar að mæta!
-AP