Guðmundur í Start
12.12.2012Samkomulag hefur náðst milli knattspyrnudeildar Breiðabliks og úrvalsdeildarliðs Start í Noregi um félagaskipti Guðmundur til norska liðsins. Eins og flestir vita þá var Guðmundur lánaður til Start fyrr á þessu ári og stóð sig frábærlega með liðinu. Hann spilaði nánast alla leiki liðsins sem stóð uppi sem sigurvegari í norsku 1. deildinni. Start spilar því í efstu deild í Noregi á næsta ári.
Blikinn kraftmikli sýndi fjölhæfni sína með Startliðinu og spilaði nánast allar stöður á vellinum meðal annars sem bakvörður, miðvörður, miðvallarleikmaður og framherji! Það var því ekki að furða að Norðmennirnir vildu tryggja sér starfskrafta hans á næsta keppnistímabili og gerðu við hann 2 ára samning.
Blikar.is óska Guðmundi til hamingju með þetta samkomulag en áður höfðu félagið og leikmaðurinn náð saman um kaup og kjör. Það er verður gaman að fylgjast með Guðmundi í framtíðinni enda erum við Blikar sannfærðir að leikmaðurinn eigi eftir að ná enn lengra en að spila á Norðurlöndunum.
Sjá nánar....
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!
-AP