BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Gummi með nýjan 3 ára samning

09.10.2015

Varnarmaðurinn ungi og efnilegi Guðmundur Friðriksson hefur skrifað undir nýjan 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Guðmundur sem er 21 árs gamall kom við sögu í sjö leikjum í Pepsí-deildinni í sumar. Í fyrra spilaði hann að láni hjá Selfoss í 1. deildinni. Guðmundur á að baki tíu leiki með yngri landsliðum Íslands.

Guðmundur er leikinn og skemmtilegur bakvörður með mikla hlaupagetu. Hann er uppalinn í Ægi í Þorlákshöfn  en kom til okkar Blika árið 2009. Blikar binda miklar vonir við þennan duglega knattspyrnumann og eigum við örugglega eftir að heyra meira frá honum á knattspyrnuvellinum á komandi árum.

Áfram Breiðablik!"

Til baka