BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Guðmundur Kristjánsson til Odd Grenland

10.01.2012

Norska úrvalsdeildarliðið Odd Grenland hefur boðið landsliðsmanninum okkar, Guðmundi Kristjánssyni, út til Noregs. Knattspyrnudeildin hefur samþykkt þessa ferð og heldur leikmaðurinn út á mánudaginn. Þar mun hann dvelja í nokkra daga við æfingar í Skien heimabæ Odd Grenland. Bærinn er í Telemark um 2 tíma akstur frá Osló. Íbúar eru um 85 þúsund.

Odd Grenland hefur unnið norsku bikarkeppnina tólf sinnum - oftar en nokkuð annað lið- en aldrei orðið norskur meistari. Liðið spilaði í efstu deild í Noregi á milli 1999-2007 og svo aftur frá árinu 2008. Á síðasta keppnistímabili endaði liðið í 5. sæti.

Og Guðmundur er einmitt í 28 manna æfingahópi A-landsliðsins sem kemur saman til æfinga í Kórnum frá fimmtudegi til laugardags. Þar koma saman leikmenn sem spila á Norðurlöndunum

Við sendum Guðmundi góðar kveðjur og vonum auðvitað að hann sýni frændum okkar hvernig á að spila alvöru fótbolta.

Áfram Breiðablik !

Til baka