Guðmundur með 100 !
14.04.2011
Guðmundur Kristjánsson hefur náð þeim merka áfanga að leika sinn hundraðasta meistarflokksleik fyrir Breiðablik.
Hundraðasti leikur Guðmundar var viðureign Selfoss og Breiðabliks í Kórnum fyrr í þessari viku þar sem Guðmundur var jafnfram fyrirliði. Guðmundur er fæddur árið 1989. Ferlill hjá Breiðabliki.
Blikar.is óskar Guðmundi innilega til hamingju.
Guðmundur Kristjánsson er þriðji leikmaðurinn sem nær 100 leikja markinu á síðastliðnum vikum. Kristinn Steindorsson og Finnur Orri Margeirsson náðu sínum 100 leikjum gegn Þór og KA. Næstur í röðinni er Kristinn Jónsson.
ÁFRAM BREIÐABLIK !