BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Guðmundur Þórðarson 75 ára

02.08.2020 image

StórBlikinn og heiðursmaðurinn Guðmundur Þórðarson er 75 ára í dag.

StórBlikinn og heiðursmaðurinn Guðmundur Þórðarson er 75 ára í dag. Saga Breiðabliks er nátengd íþróttaferli Guðmundar. Hann gekk ungur til liðs við félagið og er markahæsti leikmaður meistaraflokks Breiðabliks frá upphafi í öllum mótum. Hann skoraði 92 mörk í 173 mótsleikjum sem er frábær árangur.

image

Guðmundur var líka fyrsti Blikinn sem spilaði landsleik í knattspyrnu. En Guðmundur var ekki eingöngu knattspyrnumaður í fremstu röð. Hann var einnig mjög góður handknattleiks- og körfuboltamaður og hefði í raun getað náð langt í hvaða íþrótt sem er. Þar að auki var hann mjög frambærilegur skákmaður og varð meðal annars fyrsti Skákmeistari Kópavogs árið 1967. Nánar> 

Guðmundur lagði einnig lóð á vogarskálarnar í stjórnun félagsins. Hann var meðal annars formaður knattspyrnudeildar og þjálfaði ófáa yngri flokka félagsins. Hann var fyrsti þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Breiðablik og einnig var hann fyrsti þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu.

image

Þess má einnig geta að hann hefur átt sæti sem aðal-eða varamaður í knattspyrnudómstóli KSÍ í 45 ár. Guðmundur hefur haldið mikilli tryggð við Breiðablik og mætir enn á flesta ef ekki alla heimaleiki félagsins í knattspyrnu.

Við hjá blikar.is sendum Guðmundi og fjölskyldu hans árnaðaróskir í tilefni þessara tímamóta.

Í mars á þessu ári var Guðmundur gestur Blikahornsins

Til baka