BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Gunnleifur með nýjan samning!

14.07.2019

Gunnleifur Gunnleifsson markvörður hélt upp á 44 ára afmæli sitt í dag á hefðubundinn hátt með því að skrifa undir nýjan árssamning við knattspyrnudeild Breiðabliks!

Gunnleifur gekk til liðs við okkur Blika fyrir 2013 tímabilið og hefur á þessum árum spilað hvorki fleiri né færri en 239 mótsleiki í græna búningnum. Hann er nú í tíunda sæti yfir leikjahæstu leikmenn Breiðabliks frá upphafi í karlaboltanum og er núna í þriðja sæti yfir núverandi leikjahæstu leikmanna Blika í efstu deilda karla með 143 leiki.

Og í heimaleik Blika gegn FH fyrr í sumar setti Gunnleifur Íslandsmet í fjölda deildaleikja á Íslandi. Leikurinn var 424. leikur fyrirliðans í deildakeppni á Íslandi á 25 árum.

Þessi samningur eru mjög góð tíðindi fyrir Blikaliðið enda hefur Gulli frá upphafi verið einn besti markvörður Pepsi Max - deildarinnar. Hann smitar út frá sér leikgleði og keppnisskapi sem leikmenn kunna að meta.

Gunnleifur er einnig frábær fyrirmynd fyrir yngri leikmenn Blikaliðsins enda mætir hann á marga leiki hjá bæði strákum og stelpum.

Hjartanlega til hamingju með þennan nýja samning bæði Gulli & fjölskylda og allir Blikar!

239. mótsleikur Gunnleifs með Breiðabliki var á Kópavogsvelli í vikunni í leik gegn fyrrum félögum í FC Vaduz í undankeppni Evrópudeildar UEFA.


    

Til baka