BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Höskuldur heim!

25.04.2019

Breiðablik hefur fengið sóknarmanninn Höskuld Gunnlaugsson lánaðan frá sænska félaginu Halmstad BK út þetta tímabil.

Höskuldur er 24 ára gamall uppalinn Bliki og á að baki 113 leiki með félaginu en í þeim skoraði hann 19 mörk.

Höskuldur sló skemmtilega í gegn með Blikaliðinu árin 2016 og 2017 en um mitt sumar 2017 var hann seldur til Halmstad.

Koma Höskuldar eru frábærar fréttir fyrir Blikaliðiðið en með tilkomu hans og annarra leikmanna síðustu daga sendir Breiðablik sterk skilaboð um að félagið ætlar sér stóra hluti í sumar.

Það er ljóst að Breiðablik mun fara með gríðarsterkan hóp inn Íslandsmótið og Evrópukeppnina í sumar.

Sjá frétt frá Halmstad BK hér.

Til baka