BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Húllumhæ fyrir HK-leikinn!

29.05.2013

Blikaklúbburinn og unglingaráð knattspyrnudeildar Breiðabliks ætla að standa fyrir húllumhæi fyrir HK leikinn í bikarnum á morgun. Hamborgarar verða grillaðir í Smáranum og seldir á sanngjörnu verði, boðið verður upp á andlitsmálun og þeir sem vilja geta fengið Blikatattú. Það verður spiluðu Blikatónlist og hugsanlega verður einhver óvænt uppákoma.

Ólafur Kristjánsson þjálfari meistaraflokksins mætir og spjallar um leikinn.

Herlegheitin byrja kl. 18.00 en leikurinn sjálfur byrjar kl. 19.15.

Áfram Breiðablik!

P.S. Athugið að þetta er bikarleikur og því gilda Blikaklúbbskírteini ekki á þennan leik. Ekki verður heldur Blikakafffi í leikhléi því þetta er heimaleikur HK.

Til baka