BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ingvar Kale semur við Breiðablik

01.10.2010

Ágætu Blikar, þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að Ingvar Kale markvörður var að skrifa undir nýjan 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Þetta eru frábærar fréttir enda hefur Ingvar Kale verið einn besti leikmaður Blikanna og átti stóran þátt í Íslandsmeistaratitlinum sem kom í hús síðastliðinn laugardag. Ingvar, sem er 26 ára gamall, vann sér sæti í íslenska landsliðshópnum í sumar enda hefur hann verið einn jafnbesti markvörður landsins í sumar.


Þetta er enn ein ástæðan til þess að mæta á uppskeruhátíð knattspyrnudeildar sem fram fer á morgun laugardag í Smáranum.

Sjá: http://www.blikar.is/frettir/uppskeruhatid_2_oktober

Sjáumst þar!

Lokafrestur til að ganga frá miðakaupum í mat er fyrir hádegi í dag.

Upplýsingar í Smáranum s: 510-6400


Blikaklúbburinn

Til baka