Ísak Snær til Blika
03.01.2022Ísak Snær Þorvaldsson í leik með Breiðabliki í desember 2021. Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnumaðurinn sterki Ísak Snær Þorvaldsson hefur skrifað undir 3 ára samning við Breiðablik. Ísak Snær sem er rúmlega tvítugur að aldri er fjölhæfur leikmaður sem leikur samt oftast sem miðjumaður.
Hann er alinn upp í Aftureldingu en fór ungur að árum í atvinnumennsku til Norwich í Englandi.
Undanfarin tvö tímabil hefur hann hins vegar spilað með Skagamönnum sem lánsmaður í PepsíMaxdeildinni. Ísak Snær hefur losað sig undan samningi við Kanarífuglana og gat því samið við okkur.
Ísak Snær hefur verið lykilmaður í Skagaliðinu undanfarin tvö ár, spilað 27 leiki og skorað í þeim 3 mörk. Hann á að baki 23 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.
Við bjóðum Ísak Snæ hjartanlega velkominn í Kópavoginn!