BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ísak Snær til Noregs eftir mót

05.10.2022 image

Grafík: Halldór Halldórsson

Breiðablik og norska stórliðið Rosenborg hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Ísaks Snæs Þorvaldssonar frá Breiðablik til Rosenborg.

Blikinn Ísak Snær Þorvaldsson gengur til liðs við norska stórliðið Rosenborg 1. janúar 2023. Hann hélt til Þrándheims í gær þar sem hann gekkst undir læknisskoðun áður en hann skrifaði undir samning við Rosenborg. Ísak er væntanlegur til landsins í kvöld og verður klár í slaginn gegn KA á sunnudag.

Þessi 21 árs gamli Mosfellingur kom til Breiðabliks síðastliðinn vetur og hefur heldur betur vaxið og dafnað síðan. Hann er nú þegar búinn að skora 19 mörk fyrir Blikaliðið á þessu tímabili í öllum keppnum og hefur leikið afar vel. Ísak hefur verið gríðarlega eftirsóttur af erlendum liðum undanfarna mánuði en hefur ekki látið það trufla sig og var ákveðinn í því að klára verkefnið með Blikum.

Það eru spennandi tímar framundan hjá Ísaki með Blikum áður en hann heldur til Þrándheims í janúar.

Við hlökkum til að sjá hann á vellinum í næstu leikjum"

image

THORVALDSSON KLAR FOR ROSENBORG

Til baka