Íslandsmeistarinn Kristófer Ingi framlengir til 2026
12.11.2024Íslandsmeistarinn Kristófer Ingi framlengir út árið 2026.
Það er óhætt að segja að Kristó hafi verið mikilvægur hlekkur í Íslandsmeistaraliði Breiðabliks, skoraði alls 9 mörk í öllum keppnum sumarið 2024. Alls á Kristófer 38 mótsleiki fyrir Breiðablik.
Frábærar fréttir og verður spennandi að fylgjast með Kristófer í Blika búningnum.
Ferill
Kristófer Ingi kom til Breiðabliks frá hollenska B-deildarliðinu VVV-Venlo. Leikmaðurinn hélt mjög ungur út í atvinnumennsku eftir að hafa farið upp í gegnum yngri flokka Stjörnunnar.
Í kjölfar leiks Stjörnunnar og KR í BOSE mótinu árið 2015, þar sem Kristján skoraði þrennu fyrri Stjörnuna – þá aðeins 16 ára gamall – má segja að hann hafi slegið í gegn hér heima. Í kjölfarið er honum, í febrúar 2016, boðin vikuferð á reynslu til Willem II í Hollandi og þeir kaupa leikmanninn í kjölfarið. Þar er hann að slást um framherjastöðuna við meðal annas Alexander Ísak sem er í Newcastle í dag.
Örfáum dögum eftir að landa Íslandsmeistaratitlinum með Breiðabliki fór Kristófer í vel mjög heppnaða aðgerð á ökla, en leikmenðurinn hefur átt við töluverð meiðsli að stíða á atvinnuferlinum.
Kristófer Ingi, sem er 25 ára, er uppalinn Stjörnunni en hefur sem sagt leikið sem atvinnumaður erlendis frá árinu 2016 með Willem II - Venlo og PSV í Hollandi, Grenoble í Frakklandi og SönderjyskE í Danmörku en þar á hann 20 leiki í dönsku úrvalsdeildinni.
Leikir með Breiðabliki:
Hann á 27 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands:
/PÓÁ