BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Íslandsmeistarinn Patrik Johannesen til Færeyja

06.11.2024 image

Undir lok síðustu viku kom tilkynning úr Smáranum um félagaskipti Patriks Johannesen til KÍ Klaksvík sem kaupir leikmanninn. "Hann er kominn aftur" segir í tilkynningu færeyska klúbbsins: 

Ferill með Blikum

23.11.2022: Patrik Johannesen í Breiðablik. Breiðablik og Keflavík hafa gert með sér samkomulagi þess efnis að færeyski landsliðsmaðurinn Patrik Johannesengangi til liðs við Breiðablik. Í kjölfarið hefur Patrik skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.Patrik er sóknarsinnaður leikmaður sem getur leikið allar fremstu stöður vallarins. Patrik lék 26 leiki með Keflavík í á nýliðnu tímabili og skoraði í þeim 18 mörk ...

10.5.2023: Patrik Johannesen með slitið krossband. Patrik Johannesen, leikmaður Breiðabliks, sleit krossband þegar Breiðablik mætti Stjörnunni á fimmtudag í síðustu viku. Hann verður því ekki meira með á þessu tímabili ... 

29.7.2024: Patrik fer ekki til FH. Karli Daní­el Magnús­son, deild­ar­stjóra af­reks­sviðs hjá Breiðabliki, staðfestir að Blikarn­ir hafi fengið til­boð í Fær­ey­ing­inn ...

Þrjátíu mótsleikir með Blikum og sjö mörk. En meiðslin erfiðu gerðu það að verkum að leikirnir og mörkin urðu ekki vel yfir 50. Patrik skoraði eitt af mörkum sumarsins í sigrinum á móti Fram á Kópavogsvelli.

Patrik á að baki yfir 20 landsleiki fyrir færeyska landsliðið og er fastamaður í færeyska landsliðshópnum.

Við stuðningsmenn Breiðabliks segjum bara, takk Patrik????

image

Skjöldurinn 2024 á loft!

Til baka