BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Jason Daði til liðs við Breiðablik

23.07.2020 image

Framherjinn Jason Daði Svanþórsson mun ganga til liðs við Breiðablik eftir lok núverandi tímabils þegar samningi hans við Afturerldingu lýkur í haust.

Jason Daði er fæddur árið 1999 og verður því 21 árs á þessu ári.

Hann er uppalinn í Aftureldingu og hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil þar. Jason Daði hefur leikið 59 deildaleiki með Afturerldingu og skorað 21 mörk. Hann á að auki að baki 32 leiki í öðrum keppnum.

Við bjóðum Jason Daða hjartanlega velkominn í Kópavoginn um leið og við óskum honum góðs gengis í baráttunni það sem eftir er af núverandi timabili með heimafélaginu sínu í Mosfellsbæ.

Til baka