Jason Daði til Englands
09.07.2024Jason Daði fagnar marki sínu gegn Víkingum á Kópavogsvelli í sumar.
Ferill með Blikum
2020: Breiðablik tilkynnir að framherjinn Jason Daði Svanþórsson muni ganga til liðs við félagið eftir lok núverandi tímabils (2020) þegar samningi hans við Afturerldingu lýkur í haust. Hann er uppalinn í Aftureldingu og hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil þar. Jason Daði hefur leikið 59 deildaleiki með Afturerldingu og skorað 21 mörk. Hann á að auki að baki 32 leiki í öðrum keppnum.
2021: Jason spilar 70% af mögulegum mínútum í 20 leikjum í efstu deild og skorar 6 í deildinni og alls 11 mörk í öllum mótum.
2022: Íslandsmeistaraárið spilar Jason 87% af mögulegum mínútum í 27 leikjum og skorar 11 í deildinni og alls 16 mörk í öllum mótum.
2023: Jason á við meiðsl að stríða keppnistímabilið 2023 og spilar 54% af mögulegum mínútum í deildinni og skorar 4 mörk og alls 7 mörk í öllum mótum.
Jason Daði var fyrsti íslenski leikmaðurinn í karlaboltanum sem skorar mark í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu þegar hann jafnar leikinn við KAA Gent í 1:1 á Laugardalsvelli 9. septemer 2023.
2024: Á þessum tímapunkti 2024 er Jason búinn að spila 13 leiki í deildinni og skora 5 mörk í efstu deild og alls 6 mörk í öllum mótum.
Leikja- og markaferill Jasonar í grænu Breiðablikstreyjunni
Takk Jason Daði fyrir allt, við óskum þér góðs gengis í komandi verkefnum.
???????????? ???????????????????? ???????????????????????????????????? | ???????????????????? ???????????????? ????????????????????????ó????????????????????
— Grimsby Town F.C. (@officialgtfc) July 9, 2024
???? The winger spoke to us after putting pen to paper on a 2-year deal!#GTFC