Jonathan Hendrickx til Blika
17.11.2017
Belgíski varnarmaðurinnn Jonathan Hendrickx hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.
Hendrickx var einn af lykilmönnum í meistaraliði FH 2015 og 2016 en gekk síðasta sumar til liðs við portúgalska 1. deildarliðið Leixões.
Áður en hann gekk til liðs við FH-inga árið 2014 lék hann með hollenska 1. deildarliðinu Fortuna Sittard.
Jonathan sem er 23 ára gamall leikur yfirleitt í stöðu hægri bakvarðar. Hann er fljótur og leikinn með góða sendingargetu.
Belginn var fastamaður í FH-liðinu 2015 og 2016 og átti stóran þátt í meistaratitlum liðsins bæði árin.
Jonathan Hendrickx kemur til landsins 1. desember og byrjar þá æfingar með Blikaliðinu.
Það þarf vart að taka fram hversu mikill hvalreki þetta er fyrir Blika og fagna allir stuðningsmenn félagsins þessum félagaskiptum.