BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kári í þjálfarateymi Blika

06.11.2016

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að Kári Ársælsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari í þjálfarareymi meistaraflokks karla í knattspyrnu.

Kára þarf vart að kynna fyrir Blikum. Hann lék fyrst með meistataraflokki árið 2002 og á að baki 166 leiki með meistaraflokki Blika og skoraði í þeim 13 mörk.

Kári var fyrirliði liðiðsins í mörg ár m.a. þegar við urðum Bikarmeistarar árið 2009 og Íslandsmeistarar árið 2010.

Kári er mjög sterkur félagslega þannig að það það vart að taka það fram hve gott skref þetta er fyrir klúbbinn okkar.

Hjartanlega til hamingju Blikar og Kári. Þessi ráðning lofar góðu fyrir komandi keppnistímabil!

Nánar um Kára hér.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka