Kiddi Steindórs framlengir
21.06.2024Ánægjuleg tíðindi! Einn okkar ástsælasti og markahæsti leikmaður meistaraflokks karla í efstu deild, Kristinn Steindórsson, hefður ákveðið að framlengja samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks til loka keppnistímabilsins 2025.
Kristinn, sem er fæddur árið 1990, er uppalinn Bliki og á að baki hvorki fleiri né færri en 277 mótsleiki fyrir Blika og hefur skorað í þeim 80 mörk. Kristinn er lang markahæstur Blika í efstu deild karla með 58 mörk í 163 leikjum.
Ferill til þessa
2007: Kristni skaut fyrst upp á sjónarsviðið árið 2007 þá aðeins 17 ára gamall. Það ár lék hann 19 mótsleiki fyrir Breiðablik og skoraði 6 mörk.
2009/2010: Stjarna Kristins reis hátt árið 2009 þegar Breiðabliksliðið varð Bikarmeistari og svo ekki síður árið 2010 þegar hann myndaði baneitraða framlínu Breiðabliks með Alfreð Finnbogasyni. Kristinn skoraði 12 mörk í efstu deild Íslandsmeistaraárið 2010 og var ein af stjörnum Íslandsmeistara Breiðabliks það keppnistímabil.
2012: Kristinn, eða Kiddi Steindórs eins og hann er kallaður, hélt út í atvinnumennskuna árið 2012 og spilaði lék samtals 162 leiki með Halmstad og Sundsvall í Svíþjóð og Columbus Crew í Bandaríkjunum.
2018: Kristinn kemur heim frá Svíþjóð og skrifar undir samning við FH og spilar 32 leiki með Fimleikafélaginu.
2020: Kiddi Steindórs kemur heim í Kópavoginn. Mótsleikir frá 2020 til dagsins í dag eru 145 og mörkin eru 36.
Kristinn á að baki 3 A landsleiki og 27 leiki með yngri landsliðum Íslands. Mörkin í þessum leikjum voru 8.
Við óskum Kristni og Blikum til hamingju með þennan samning og hlökkum til að sjá hann áfram í grænu treyjunni.