Klæmint Andrasson Olsen til Breiðabliks
13.12.2022Grafík: Halldór Halldórsson
Breiðablik og NSI Runavík hafa gert með sér samkomulag um að færeyski framherjinn Klæmint Andrasson Olsen muni leika með Breiðabliki á komandi keppnistímabili 2023. Klæmint kemur til Breiðabliks á eins árs lánssamningi.
Klæmint hefur leikið 363 leiki fyrir NSI og skorað í þeim 242 mörk.
Einnig hefur Klæmint verið fastamaður í færeyska landsliðinu og skorað 10 mörk í 54 leikjum fyrir Færeyjar.
Við bjóðum Klæmint velkominn í Breiðablik og hlökkum til að sjá hann á vellinum.
Vit gleða okkum til at bjóða tær vælkomnum í okkara sterka toymi Klæmint Andrasson Olsen ????
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) December 13, 2022
Klæmint hefur leikið 363 leiki fyrir NSI Runavík og skorað í þeim 242 mörk⚽
???? Halldór Halldórsson pic.twitter.com/FOd9w7aa1C