Kolbeinn fer til æfinga hjá Bröndby
02.10.2017
Miðjumaðurinn efnilegi Kolbeinn Þórðarson fer til Danmerkur á föstudaginn þar sem hann mun æfa með danska stórliðinu Bröndby til 11. október.
Kolbeinn er 17 ára gamall og á að baki níu leiki fyrir meistaraflokk Breiðabliks, þar af sjö í Pepsí-deildinni í sumar.
Hann hefur einnig leikið sjö leiki fyrir U-17 ára landslið Íslands.
Kolbeinn er gríðarlega kraftmikill og baráttuglaður leikmaður sem gefur ekki tommu eftir í leik sínum. Hann á örugglega eftir að ná langt á Knattspyrnusviðinu og verður áhugavert að sjá hvernig hann stendur sig í Danaveldi.
Blikar.is senda honum baráttukveðjur.