BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kolbeinn með 3 ára samning

03.08.2017

Hinn ungi og efnilegi miðjumaður Kolbeinn Þórðarson hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Kolbeinn sem er 17 ára gamall á að baki 8 leiki með meistaraflokknum.

Hann er síðan einn af lykilmönnunum í sterkum 2. flokki Breiðabliks sem er efstur í A riðli og stefnir hraðbyri að því að verja Íslandsmeistaratitil í þessum aldursflokki. 

Kolbeinn hefur leikið 7 landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

Blikar fagna þessum tíðindum enda eiga knattspyrnuáhugamenn eftir að heyra þetta nafn oft á komandi árum.

Til baka