BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kristinn Jónsson til Breiðabliks

28.07.2017

Þau frábæru tíðindi voru að berast að Kristinn Jónsson hefur gengið aftur til liðs við Breiðablik og mun leika með liðinu til loka þessa keppnistímabils í það minnsta. 

Kristinn Jónsson kemur frá Sogndal í norsku úrvalsdeildinni en áður hefur hann verið á mála hjá Sarpsborg í sömu deild og með Brommapojkarna í Svíþjóð. 

Kristinn er 26 ára gamall bakvörður og er uppalinn hjá Breiðablik.  Hann hefur leikið 223 leiki með félaginu í meistaraflokki og skorað í þeim 15 mörk.  Hann var lykilmaður þegar liðið varð Íslandsmeistari 2010 og bikarmeistari 2011. 

Hann var valinn leikmaður ársins hjá Morgunblaðinu árið 2015 en hann hefur leikið 140 leiki í efstu deild.  

Kristinn á að baki 8 A-landsleiki og alls 32 leiki með yngri landsliðum Íslands og skoraði þar 1 mark.  

Blikar.is bjóða Kristin hjartanlega velkominn heim í Kópavoginn og það verður gaman að fylgjast með framgangi hans með okkur í þeirri hörðu baráttu sem framundan er í Pepsi deildinni í ár.  ​

Til baka