Kristinn Jónsson til Breiðabliks
28.07.2017Þau frábæru tíðindi voru að berast að Kristinn Jónsson hefur gengið aftur til liðs við Breiðablik og mun leika með liðinu til loka þessa keppnistímabils í það minnsta.
Kristinn Jónsson kemur frá Sogndal í norsku úrvalsdeildinni en áður hefur hann verið á mála hjá Sarpsborg í sömu deild og með Brommapojkarna í Svíþjóð.
Kristinn er 26 ára gamall bakvörður og er uppalinn hjá Breiðablik. Hann hefur leikið 223 leiki með félaginu í meistaraflokki og skorað í þeim 15 mörk. Hann var lykilmaður þegar liðið varð Íslandsmeistari 2010 og bikarmeistari 2011.
Hann var valinn leikmaður ársins hjá Morgunblaðinu árið 2015 en hann hefur leikið 140 leiki í efstu deild.
Kristinn á að baki 8 A-landsleiki og alls 32 leiki með yngri landsliðum Íslands og skoraði þar 1 mark.
Blikar.is bjóða Kristin hjartanlega velkominn heim í Kópavoginn og það verður gaman að fylgjast með framgangi hans með okkur í þeirri hörðu baráttu sem framundan er í Pepsi deildinni í ár.