BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kristinn með nýjan 3 ára samning!

14.06.2015

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að bakvörðurinn snjalli Kristinn Jónsson hefur skrifað undir nýjan 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Þetta eru frábærar fréttir enda hefur Kristinn sjaldan eða aldrei verið í jafn góðu formi og nú. Kristinn sem er 25 ára á þessu ári hefur spilað 196 leiki fyrir meistaraflokk Breiðabliks og skorað í þeim 13 mörk. 

Kristinn á yfir 30 landsleiki með yngri landsliðum Íslands og 4 A landsleiki. Hann var valinn að nýju í landsliðshópinn fyrir Tékkaleikinn eftir mjög góða leiki með Blikaliðinu á þessu tímabili.  Kristinn spilaði í Svíþjóð á síðasta keppnistímabili en var óheppinn með meiðsli og kom því til baka í Blikaliðið. Hann hefur verið í lykilmaður í sterkri vörn Blikaliðsins sem hefur aðeins fengið á sig 4 mörk á þessu tímabili í Pepsí-deildinni. 

Kristins og félaga hans í Blikaliðinu bíður erfitt verkefni þegar Víkingar koma í heimsókn í Kópavoginn á morgunn sunnudag. Fossvogsdrengirnir hafa okkur oft verið erfiður ljár í þúfu og þurfum við að sýna okkur bestu hliðar til að ná í stigin 3 á morgun.

Til baka