BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kristófer Ingi með Blikum út árið 2023

04.08.2023 image

Fréttir úr Smáranum!

Kristó­fer Ingi Krist­ins­son hef­ur gert samn­ing við Breiðablik og mun leika með liðinu út árið 2023.   

Kristófer, fæddur í apríl 1999, kemur til Breiðabliks frá hollenska B-deildarliðinu VVV-Venlo. Leikmaðurinn hélt mjög ungur út í atvinnumennsku eftir að hafa farið upp í gegnum yngri flokka Stjörnunnar.

Í kjölfar leiks Stjörnunnar og KR í BOSE mótinu árið 2015, þar sem Kristján skoraði þrennu fyrri Stjörnuna – þá aðeins 16 ára gamall – má segja að hann hafi slegið í gegn hér heima. Í kjölfarið er honum, í febrúar 2016, boðin vikuferð á reynslu til Willem II í Hollandi og þeir kaupa leikmanninn í kjölfarið. Þar er hann að slást um framherjastöðuna við meðal annas Alexander Ísak sem er í Newcastle í dag.

Kristófer hefur átt við við töluverð meiðsli arvinnuferlinum.  

Kristó­fer Ingi er 24 ára. Uppalinn Stjörn­unni en hef­ur sem sagt leikið sem at­vinnumaður er­lend­is frá ár­inu 2016 með Wil­lem II - Ven­lo og PSV í Hollandi, Grenoble í Frakklandi og Sönd­erjyskE í Dan­mörku en þar á hann 20 leiki í dönsku úrvalsdeildinni. Hann á 27 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands. 

Nánar um feril Kristófers hér.

Velkominn í Kópavoginn Kristófer.

Til baka