BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kristófer Sigurgeirsson hættir sem aðstoðarþjálfari Breiðabliks

10.10.2016

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur komist að samkomulagi við Kristófer Sigurgeirsson að hann láti af störfum sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Breiðabliki. 

Kristófer á að baki 187 leiki sem leikmaður hjá Breiðabliki og 75 leiki sem aðstoðarþjálfari Arnars Grétarssonar. 

Knattspyrnudeild Breiðabliks þakkar Kristófer kærlega fyrir hans framlag til félagsins en hann hefur starfað sem aðstoðarþjálfari við hlið Arnars Grétarssonar frá árinu 2014.

Knattspyrnudeild Breiðabliks​

Til baka