- Andri Rafn Yeoman
- 2012. Breiðablik 1 – ÍBV 0. Andri Rafn í baráttunni á meðan aðrir fylgjast með. Mynd: Eva Björk
- 2013 Breiðablik - FC Santa Coloma 4 - 0. Andri Rafn Yeoman vinnur skallabolta á miðjunni. Mynd: HVH
- 2013 Breiðablik - ÍA 4-1. Andri Rafn í harðri baráttu um boltann ofarlega á hægri kannti. Mynd: HVH
Leikmannakynning 2014: Andri Rafn Yeoman
12.04.2014“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla fyrir keppnistímabilið 2014.
Fullt nafn: Andri Rafn Yeoman
F.dagur.ár: 18. apríl 1992
Staður: Kópavogur
Staða á velli: Miðjumaður
Nr: 30
Gælunafn: Ekkert slíkt
Hjúskapastatus: Á kærustu
Börn: Ekkert svoleiðis
Bíll: Alveg laus við bíl
Uppáhalds...
Lið í enska: Liverpool
Fótboltamaður: Sergio Busquets
Tónlist: Aðallega eitthvað sem myndi flokkast sem indie rock
Matur: Lax og humarsúpan á Fjöruborðinu
Leikmaður í mfl.kvk: Allar í jafn miklu uppáhaldi (mjög miklu)
Frægasti vinur þinn: Ég á enga fræga vini, þeir hætta alltaf að vera vinir mínir þegar þeir verða frægir
Staður í Kópavogi: Heima er nú alltaf best
Hver í mfl er...
Fyndnastur: Nágranni minn hann Páll Olgeir
Æstastur: Guðjón Pétur...held að hann sé að taka þetta frekar sannfærandi
Rólegastur: Gummi Friðriks
Mesta kvennagullið: Gísli Páll
Heldur mest með HK: Ég held lúmskt mikið með HK
Líklegur í að vinna gettu betur: Markmennirnir yrðu gott teymi
Lengst í pottinum: Þessi er erfið eftir að Finnur fór að vera fyrstur heim
Með verstu klippinguna: Hef aldrei skilið klippinguna hans Finns
Bestur á æfingu: Gulli tekur þetta