Leikmannakynning 2014: Arnór Bjarki Hafsteinsson
27.03.2014“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla fyrir keppnistímabilið 2014.
Fullt nafn - Arnór Bjarki Hafsteinsson.
Fæðingardagur og ár – 1. nóvember 1994.
Staður - Kópavogur.
Staða á velli – Markmaður.
Nr – 12.
Gælunafn – Nóri er algengast. Hins vegar hafa nöfn á borð við Big Nóri, De Gea og Garnir fengið að heyrast í gegnum tíðina.
Hjúskapastatus – Lausu.
Börn – Það er nóg að þurfa sjá um Árna.
Bíll – Er óþarfur.
Uppáhalds:
Lið í enska – Man Utd.
Fótboltamaður – Gianluigi Buffon.
Tónlist – Rokk. Pink Floyd eru alltaf bestir.
Matur – Allt sem mamma gerir. Hún er snillingur.
Leikmaður í mfl.kvk – Mjörg erfitt að velja. Þær eru allar gríðarlega flottar.
Frægasti vinur þinn. – Ég lít á Herbert Guðmunds sem vin. Annars er góðvinur minn Þórhaf Gottskálk A.K.A. Skunkurinn A.K.A. Hafþór Haukur reglulega á forsíðu Séð og Heyrt.
Staður í Kópavogi – Allur vesturbærinn. Þá sérstaklega Hamraborgin og Vallargerðið.
Hver í mfl er:
Fyndnastur – Ellert er með frábæran yfirvegaðan húmor.
Æstastur – Guðjón hefur a.m.k. ekki gott af koffíni.
Rólegastur – Sensei Gummi býr yfir stóískri ró.
Mesta kvennagullið – Allir í hópnum gætu tekið að sér hlutverk James Bond. Jordan Leonard Halsman er þó mikill sjarmör. Dömur virðast einnig ekki standast Ernir þegar hann tekur heimsfrægar óperur og svo býr Davíð yfir miklum töfrum. Ókrýndur stefnumótakonungur Íslands verður þó að teljast vera Árni Vill.
Heldur mest með HK – Handboltaferill Árna myndaði órjúfanleg bönd hans við HK.
Líklegur í að vinna gettu betur – Guðjón Pétur. Hann mundi þræta fyrir röng svör og sannfæra dómaranna um að hann hefði í raun rétt fyrir sér.
Lengst í pottinum – Vinn ekkert með pottinn sökum sýkingarhræðslu, en Finnur Orri virðist alltaf vera lengst og nýtur félagsskaps Olla.
Með verstu klippinguna – Nýstárleg klipping Ella Helga er vafasöm.
Bestur á æfingu – Markmennirnir bera af.
Að lokum, hvað er Breiðablik – Stór fjölskylda.