Leikmannakynning 2014: Gísli Páll Helgason
22.03.2014“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla fyrir keppnistímabilið 2014.
Fullt nafn: Gísli Páll Helgason
Fæddur: 8. apríl, 1991
Staður: Reykjavík
Staða á velli: Hægri bakvörður
Nr: 2
Gælunafn: Gilli
Hjúskapastatus: Party of Five
Börn: Einn daginn
Bíll: Keyri um á grænum Yaris
Uppáhalds…
Lið í enska: Moyes
Fótboltamaður: Sergio Ramos ber höfuð og herðar yfir aðra knattspyrnumenn
Tónlist: Ég er mikill tónlistarfrömuður já
Matur: Humarbakan á Saffran hefur engann svikið
Leikmaður í mfl.kvk: Allar mjög huggulegar
Frægasti vinur þinn: Þegar ég er í Savannah, Georgia þá er það sennilega Ellert Hreinsson
Staður í Kópavogi: Hamraborgin, mekka menningar
Hver í mfl er …
Fyndnastur: Páll Lovgeir þarf ekki að hafa mikið fyrir því að láta mann hlæja
Æstastur: Það á enginn roð í Guðjón Pétur, þessvegna borðar hann ekki fisk
Rólegastur: Hlýtur að vera hljóðláti töframaðurinn, hann hefur ekki sýnt svipbrigði síðan hann skallaði Kale forðum daga. #HT22
Mesta kvennagullið: Páll Lovgeir, segir sig nokkurnveginn sjálft er það ekki
Heldur mest með HK: Múmínóvits skýt ég á
Líklegur í að vinna gettu betur: Ingiberg gæti náð langt, allavega í úrslit. Hann er duglegur að ausa úr viskubrunninum djúpa
Lengst í pottinum: Ég og Finnskur erum iðulega tveir eftir að ræða gjaldeyrishöftin
Með verstu klippingun: Viggó, ekki sjón að sjá manninn.
Bestur á æfingu: Finnur er allavega oftast í tapliði, samt flottur í leikjum gef honum það.
Að lokum, hvað er Breiðablik: One big happy family....