BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Lengjubikarinn 2020: Leiknir F – Breiðablik á sunnudag kl.13:00!

07.03.2020 image

Strákarnir okkar ætla að ferðast austur á land um helgina þar sem þeir munu mæta Leiknismönnum frá Fáskrúðsfirði í Fjarðabyggðarhöllinni á sunnudaginn kl.13:00!

Leikurinn á sunnudaginn er fjórði leikur beggja liða í mótinu. Blikar hafa sigrað sína þrjá leiki til þessa. Fyrst gegn Leikni R. 3:1 í Fífunnu í byrjun febrúar. Aftur vinna Blikar 1:3 þegar okkar menn leggja Aftureldingu á þeirra heimavelli í Mosfellsbæ 21. febrúar. Blikar vinna svo 7:1 stórsigur á Skagamönnum á Kópavogsvelli 28. febrúar.

Leiknir F. hefur gert 1 jafntefli og tapað 2 leikjum. Leiknismenn gerðu 2:2 jafntefli í fyrsta leik en hafa tapað tveimur síðustu leikum. Fyrst gegn ÍA 3:0 í Akraneshöllinni 23. febrúar og 2:7 gegn KRingum í Fjarðabyggðarhöllinni um síðustu helgi. Nánar>

Liðin hafa mæst aðeins einu sinni áður í innbyrðis mótsleik en það var leikur í Lengjubikarnum (Deildabikar KSÍ) sem fór fram í Fífunni í lok mars árið 2017.

Við hvetjum að sjálfsögðu stuðningsmenn til að mæta á leikinn í Fjarðabyggðarhöllinni á sunnudaginn og hvetja sitt lið.

Leiknismenn ætla að streyma leiknum á Youtube. Nánar hér!

Leikur Leiknis F. og Breiðabliks verður í Fjarðarbyggðarhöllinni sunnudaginn 8. mars kl.13:00!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

image

Til baka