Lengjubikarinn 2022: Breiðablik - KV
13.03.2022Síðasti leikur Blikamanna í riðlakeppni Lengjubikarsins 2022 er gegn KV.
Leikið verður á Kópavogsvelli á sunnudaginn kl.15:00, en áður auglýstur leiktími var á mánudagskvöld. Veðurspáin fyrir mánudag er mjög slæm þannig að leiknum var flýtt til sunnudags.
BlikarTV sýnir frá leiknum fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Staðan í riðlinum
Staðan er þannig í riðli 2 í A-deildinni í Lengjubikarnum að Stjarnan er á toppnum með 10 stig. Skagamenn og Breiðablik eru bæði með 9 stig 2. og 3. sæti. Stjarnan og ÍA leika innbyrðis á mánudaginn í Miðgarði - nýrri fótboltahöll Stjörnumanna.
Fjölnir og Þór áttust við í Egilshöll á föstudagskvöld. Leiknum lauk með 1:2 sigri Þórsara sem unnu þar með sinn eina sigur í riðlinum. Fjölnir lauk riðlakeppninni án sigurs.
KV hefur unnið einn leik, gegn Fjölni 0:1, gert 1 jafntefli, gegn Þór 3:3, og tapað 4:0 gegn ÍA og 0:5 gegn Stjörnunni.
Lið KV og Breiðabliks hafa ekki áður mæst í mótsleik þannig að ekki er mikil tenging á milli félaganna annað en að Halldór Árnson aðstoðarþjálfarinn okkar steig sín fyrstu skref sem þjálfari KV í 2. deildinni 2012 og 2013 og svo í 1. deild 2014.
Leikurinn
Við hvetum alla til að mæta á leikinn og styðja okkar menn!
Flautað verður til leiks kl.15:00!
BlikarTV sýnir frá leiknum fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Áfram, Blikar, alltaf, alls staðar!
Veðirspáin fyrir sunnudag er góð - allavega í samanburði við mánudagsspánna.