BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Lengjubikarinn 2024: Breiðablik - Vestri

29.02.2024 image

Fjórði mótsleikur okkar manna á árinu er heimaleikur gegn Vestra í Lengjubikarnum 2024. Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli kl.12:00 á sunnudaginn.

Leikurinn verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst kl.11:55.

Lengjubikarinn - Riðill 1

Staðan í riðlinum eftir þrjár umferðir og leik FH og Grindvíkinga í 4. umferð. 

Vestri er með 1 stig í næst næst neðsta sæti eftir þrjá leiki:

     2:2 jafntefli gegn Keflavík í Skessunni 10. feb

     0:1 tap gegn FH í Akaraneshöllinni 17. feb

     1:0 tap gegn Grindavík í Akraneshöllinni 24. feb

Blikar með 6 stig í þriðja sæti eftir þrjá leiki:

     1:3 tap gegn FH á Kópavogsvelli 13. feb

     4:0 sigur á Grindavík á Kópavogsvelli 17. feb

     0:5 sigur á Gróttu á Vivaldivellinum 23. feb

image

Sagan

Gagnagrunnur blikar.is sýnir 5 innbyrðis viðureignir Breiðabliks og Vestra frá upphafi – fyrst árið 2011 þegar liðin mættust í 16-liða úrslitum Valitor-bikarsins á Torfnesvelli í lok júní 2011. Heimaliðið, BÍ /Bolungarvík, sló okkar menn út með öruggum 4:1 sigri. Liðin mætast svo aftur ári síðar í bikarnum, þá Borgunarbikarinn, og vinna okkar menn öruggan 5:0 sigur í 32-liða úrslitum á Kópavosgvelli.

Leikurinn á sunnudaginn verður fjórða viðureign liðanna í Deildabikar KSÍ. 

Innbyrðis leikir í Lengjubikarnum til þessa eru:

25.02 10:59
2012
Vestri
Breiðablik
0:7
3
Deildabikar KSÍ | riðill 2. leikur
Fífan | #

22.02 11:00
2014
Breiðablik
Vestri
1:1
4
1
Deildabikar KSÍ | 2. umferð
Fífan | #

02.04 11:00
2015
Breiðablik
Vestri
4:0
5
1
Deildabikar KSÍ | 7. umferð
Fífan | #

Viðtalið

Tíðindamaður blikar.is hafði samband við Eið Eiríksson transition þjálfra meistaraflokks karla og lagði fyrir hann nokkrar spurningar:

Hvernig leggst leikurinn við Vestra í þig?

Leikurinn leggst ágætlega í mig. Við höfum verið að leggja upp úr því að æfa vel frá því að við byrjuðum æfingar í lok janúar. Leikirnir hafa verið ágætis endapunktur í hverri viku og hefur spilamennskan verið að mörgu leiti fín. Það hefur verið jákvætt að sjá hvernig leikmenn hafa borið virðingu fyrir leikjunum og það hefur verið góður stígandi, bæði á æfingasvæðinu og í leikjunum.

Hvað er það sem stendur uppúr þessa fyrstu mánuði í þjálfarateymi meistaraflokks?

Það hafa verið mikil forréttindi að vera loksins hluti af Breiðabliki, það hefur alltaf verið markmið hjá mér að starfa fyrir Breiðablik. Það er mikið af fagfólki sem starfar í félaginu og mér finnst ég geta lært eitthvað af öllum. Það er fyrst og fremst mikill heiður að starfa með svona góðu fólki. Ég gat auðvitað ekki byrjað á skemmtilegra verkefni en leiknum gegn Gent og verða Evrópuleikirnir alltaf eitthvað sem ég mun gleðjast yfir þegar ég rifja þær minningar upp síðar. Þeir leikir voru líka ákveðin hvatning um að vilja upplifa fleiri stór móment með liðinu og þá eiga einhvern þàtt í því að liðið hafi komist á þann stað. Leikmennirnir tóku vel á móti mér, ég hafði fylgst vel með liðinu undanfarin ár og dáðist alltaf af leikstíl og færni liðsins. Það er óttúlega gaman að fá að vinna með þessu liði dags daglega. Það hefur einnig verið frábært að starfa með þjálfarateyminu sem ég gæti ekki verið ánægðari með að vera hluti af. Ég þekkti Dóra, Eyjó og Halla fyrir en hef fengið að kynnast Helga undanfarnar vikur, við náum allir ótrúlega vel saman og gerði Dóri vel í að móta saman teymið í kringum sig. Ég vil sérstaklega hrósa Eyjólfi sem hefur komið mér mikið á óvart í þjálfarahkutverkinu, hann gæti náð mjög langt sem þjàlfari ef hann hefur áhuga á því.

Hverjar eru þínar aðal áherslur í starfinu?

Númer eitt hjá mér er að vera vera vakinn og sofinn yfir þeim ungu leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Day by day þá starfa ég bara eins og týpískur aðstoðarmaður hvort sem það er hlutverk á æfingasvæðinu, leikgreiningar og síðan það sem þarf að gerast dags daglega. Það er mjög auðvelt að starfa í þessu þjálfarateymi, Dóri er með mjög skýra mynd hvað hann vill fá frá hverjum og einum í teyminu og við erum þarna alltaf fyrir hvorn annan. Allir þjàlfararnir í teyminu eru með mismunandi reynslu og Dóri reynir alltaf að fá það besta úr hverjum og einum.

Hver er Eiður Eiríksson?

Ég er fæddur og uppalinn í Grafarvogi og þar af leiðandi spilaði ég með Fjölni í yngri flokkum og varð síðar þjálfari mjög ungur. Það var alltaf markmið hjá mér snemma að verða þjálfari og komst ekkert annað að hjá mér. Mín stærstu verkefni í lífinu eru að vera frábær unnusti, framúrskarandi faðir og góður hundaeigandi.

Dagskrá

Flautað verður til leiks gegn Vestra á Kópavogsvelli kl.12:00 sunnudaginn 3. mars.

Leikurinn verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. Útsending hefst kl.11:55.

Áfram Blikar!  Alltaf - alls staðar!

-PÓÁ

Til baka